top of page

Takk fyrir!

Barinn.jpg

Verdi Ferðaskrifstofa

Starfsmenn Verdi eru til taks fyrir ykkur með upplýsingar, aðstoð og stuðning allan tímann.

Við erum hér til að tryggja að ferðin ykkar verði ánægjuleg og örugg

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða þarfnist aðstoðar, þá er söluskrifstofa VERDI til taks: 

Sími: 460-0600 
Netfang: verdi@verditravel.is

gdansk labbilabb_edited.jpg

Tengiliðir í ferðinni

Agnieszka Anna Szczodrowska (Aga)

Talar íslensku og pólsku

Sími: 892-7925 

Ragnheiður Jakobsdóttir

Netfang: ragnheidur@verditravel.is

Sími: 690-3353

Guðný Ólafsdóttir

Netfang: gudny@verditravel.is

Sími: 823-2956

Elísabet Anna Guðbjörnsdóttir

Netfang: elisabet@verditravel.is

Sími: 695-1885

Kristinn Þór Björnsson

Netfang: kristinn@verditravel.is

Sími: 661-0333

stuðlabandið í eyjum_edited.jpg

Fyrirpartý á föstudagskvöldinu – Þjóðhátíðarstemming á Radisson Blu!

Á föstudagskvöldið, 31. október

bjóðum við starfsfólki, mökum og gestum Síldarvinnslunnar í fyrirpartý á Radisson Blu hótelinu.

Þar ætlum við að skapa sannkallaða þjóðhátíðarstemningu og koma öllum í gírinn fyrir helgina!

Stuðlabandið heldur uppi fjörinu og spilar helstu þjóðhátíðarlögin ásamt mestu partýslögunum og eflaust mæta líka góðir gestir á svið með þeim!

Við mælum með að gestir mæti í þjóðhátíðarstemningarfötum – það má alveg sleppa sér!
Hvort sem það eru kúrekahattar, stígvél, lopapeysur eða annað sem öskrar „Þjóðhátíð í Gdansk!“

Þetta er kvöldið til að láta litlu sviðshetjuna í sér njóta sín.

Byrjar kl. 20:30 á föstudagskvöldinu – ekki missa af!

Ávarp forstjóra

IMG_9762.HEIC

Ágætu starfsmenn og vinir

 

Nú er komið að því að við höldum til Póllands enn á ný til árshátíðarfagnaðar, þar sem við munum eiga saman góða tíma. Við munum halda veglega veislu og gleðjast saman.

Við ákváðum að í ár skildi haldið til í Sopot hinum einstaka strandbæ með göngugötu og ljúfum veitingastöðum. Við höfum verið þar áður og þekkjum vel til bæjarins sem er kostur.

Það eru forréttindi að hafa möguleika á að setja upp ferðir eins og þessa, þar sem við komum saman, gleðjumst og njótum. Við munum flytja með okkur listafólk frá Íslandi sem mun gera skemmtun okkar ógleymanlega undir stjórn Guðjóns Birgis sem fyrr.

Í ferð sem þessari er mikilvægt að ríki samhugur, þar sem við hugsum vel um hvert annað og vörumst vandamál, elskum hvert annað og höfum bara gaman saman.

 

Góða ferð og skemmtun, hlakka til að hitta ykkur.

                                                                        

Gunnþór Ingvason

83176bed-4d9f-4783-af69-74e17ee274fd.png
662901e15640a84141e6dbc8af57dcd5.JPEG

Þjónustuaðilar

Kort af Sopot – hótel og veitingastaðir


Við höfum sett saman kort af Sopot sem sýnir hótel sem við gistum og sérvalda veitingastaði á svæðinu. 


▶️ Til að skoða lista yfir staðina, ýttu á örina efst til vinstri á kortinu.
⬇️ Til að sjá frekari upplýsingar um hvern stað, ýttu á örina við Hótel eða Veitingastaðir

Smelltu á nafnið – þá birtast upplýsingar og tengill á heimasíðu viðkomandi staðar.

bottom of page